Hleð Viðburðir

Hátíðin „Dagar Serbneskrar Menningar“ verður haldin í þriðja sinn á Íslandi, dagana 31. janúar til 2. febrúar 2020. Aðalskipuleggjandi þessarar hátíðarinnar er Serbnesk Menningarmiðstöð á Íslandi í samvinnu við Utanríkisráðuneyti Serbíu (Directorate for Cooperation with Diaspora and Serbs in the Region), Menningarmiðstöð Kópavogs og Hannesarholt ses.
Serbía er staðsett á krossgötum Balkanskaga, þar sem austrið mætir vestrinu og á Serbía því mikinn og ríkan menningararf sem varðveittur er af Serbnesku þjóðinni, sjálfsmynd og ímynd hennar.

Í ár eru „Dagar Serbneskrar Menningar“ tileinkaðir serbneskri tónlist. Á hátíðinni verður flutt tónlist á rótgróin hljóðfæri Serbnesku þjóðarinnar, þ.á.m. trompeti flautu, sekkjapípu og tvöfalda flautu. Á hátíðinni verður einnig boðið upp á fyrirlestur um serbneska tónlist og hljóðfæri, flautusmíði auk tónleika með serbneskri þjóðartónlist.

Hátíðin „Dagar Serbneskar Menningar“ verður formlega sett þann 31.janúar 2020 kl. 19.30 í Salnum í Kópavogi með fjölbreyttri dagskrá.

Upplýsingar

Dagsetn:
02/02/2020
Tími:
19:00 - 20:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Grundarstígur 10
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904