Hleð Viðburðir

Skjóða, er tröllastelpa úr Hulduheimum, hún ætlar að vera í Hannesarholti á barnamenningarhátíðinni 13ánda og 14ánda Apríl. Hana langar að kynnast börnum í mannheimum og eignast fullt af vinum og býður ykkur endilega að koma í heimsókn og hafa gaman saman. Skjóða ætlar að segja ykkur hvernig það er að eiga heima í Hulduheimum, búa í helli og lifa úti í náttúrunni og geta alltaf verið berfætt því þá verður maður aldrei blautur í fæturna, eða þannig. Í Hulduheimum eru engir peningar því það eru engar búðir og allir búa sjálfir til það sem þeir þurfa því allt sem til þarf í lífinu er fyrir hendi; jörðin sjálf, loftið og vatnið. Allir þurfa bara að kunna að lifa með náttúrunni og þá líður öllum vel.

Gerður Pálmadóttir er skapari Skjóðu. Hún mun njóta aðstoðar Svavars Knúts Kristinssonar tónlistarmanns og sagnaskálds. Enginn aðgangseyrir er á viðburðinn sem er styrktur af Reykjavíkurborg.

Upplýsingar

Dagsetn:
14/04/2019
Tími:
14:00 - 15:00
Series:
Viðburður Category:

Staðsetning

Grundarstígur 10
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904