Hleð Viðburðir

Ingbjörg Dalberg heldur sýningu á nýjum olíumálverkum í Hannesarholti, sem hún hefur málað í framhaldi af ferðalögum um landið á síðustu tveimur árum. Sýningin nefnist UM LANDIÐ og er sölusýning. Myndirnar eru fyrst og framst stemningsmyndir af upplifun ferðalangs. Sýningin stendur frá 20.nóvember til 10.desember. Áhugasamir hafi samband við Hannesarholt til að bóka heimsókn á sýninguna. Sími 511-1904.

Ingibjörg nam og lagði stund á myndlist og listasögu í Englandi, þar sem hún bjó um árabil, (National diploma Found, Higher Ed.Art and Design, London og Hull College of Further Ed.) auk þess að sækja margvísleg námskeið þekktra listasafna eins og Tate Modern í London. Einnig nam hún myndlist í París (École Nationale Supérieure des Beaux-Arts), auk þess að sitja námskeið á Íslandi í Myndlistarskóla Reykjavíkur, Myndlistarskóla Kópavogs og Listabraut FB.

Inga lauk BA prófi í sagnfræði með listfræði sem aukafag frá Háskóla Íslands og var viðfangsefni lokaritgerðar hennar: „Brot úr sögu smámynda á Íslandi. Upphaf og endalok 1770-1840“ tengt órannsökuðum anga í sögu myndlistar hér á landi.

Með hléum hefur inga starfað við listmálun og vinnur ýmist við stór óhlutbundin verk til jafns við fígúratívar myndir. Einkum eru það andlitsmyndir / portrett, með áherslu á raunsæi, sem hafa verið meginviðfangsefni undanfarin ár.

Upplýsingar

Byrja:
20/11/2020
Enda:
10/12/2020
Viðburður Category:

Staðsetning

Veitingastofur 1.hæð