Hleð Viðburðir

Hinn landsþekkti uppistandari Valdimar Sverrisson ætlar …, ha hvað segiði? Hafið þið aldrei heyrt af honum? Jæja, þá fáið þið kjörið tækifæri til að kynnast honum því hann ætlar að vera með styrktarsýningu fyrir Grensásdeild Landspítalans. Já, hann hefur verið með styrktarsýningu áður og það er honum bæði ljúft og skylt að endurtaka leikinn þann 10. ágúst næstkomandi. Og í þetta sinn stendur til að safna kr. 700.000 fyrir sérstöku sjúkrarúmi.

Valdimar greindist með góðkynja heilaæxli sem var fjarlægt með þeim afleiðingum að hann missti sjónina og dvaldi um tíma á Grensásdeild Landspítalans. Þar tók hann þá ákvörðun að láta gamlan draum rætast og hefja uppistandsferil.

Á sýningunni mun Valdimar fara með uppistand auk þess að sýna vel valin grínmyndbönd og lokaatriðið verður frumsýning á örmyndinni:

EINU SINNI VAR Í REYKJAVÍK (Ástar-gaman-drama).
Allur ágóði af sýningunni rennur óskertur til Grensásdeildar LSH.

Valdimar mun einnig hlaupa 10 km. til styrktar Grensás þann 19. ágúst nk.

https://www.rmi.is/hla…/hlauparar/7768-valdimar-sverrisson

Upplýsingar

Dagsetn:
10/08/2023
Tími:
20:00 - 21:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Hannesarholt
Grundarstígur 10
Reykjavík ,
+ Google Map