ROMAIN COLLIN OG GESTIR – GDRN
03/10/2020 @ 20:00 - 21:30
Píanistinn Romain Collin býður GDRN til leiks á þriðju tónleikum sínum í Hannesarholti laugardagskvöldið 3.október kl.20, og eru það forréttindi hverjum þeim sem nær að hlýða á þessi tvö hæfileikabúnt leika saman í frjálsum tónlistarflutningi.
Takmarkaður sætafjöldi. Miðar aðeins seldir í forsölu. Borðapantanir í kvöldmat á undan í síma 511-1904 eða á hannesarholt@hannesarholt.is
Guðrún Ýr Eyfjörð er konan á bak við sviðsnafnið GDRN og er gestur Romains á þessum tónleikum. Það þarf vart að kynna hana fyrir íslendingum, en hún hefur skinið skært í íslensku tónlistarsenunni á undanförnum árum með dáleiðandi söng og einlægri lagasmíð. GDRN hóf tónlistarferil sinn á tíu ára klassísku fiðlunámi, þar til hún hóf nám í jasssöng og jasspíanóleik, sem leiddi hana á endanum á þá braut sem hún er núna. Eftir útgáfu fyrsta lagsins hlaut hún verðlaun sem áhugaverðasti nýji tónlistarmaðurinn á Íslensku tónlistarverðlaununum 2017. Fyrsta plata hennar „Hvað ef“ frá 2018 var útnefnd plata ársins á tónlistarverðlaunum Grapevine og útnefnt til Norrænu tónlistarverðlaunanna fyrir plötu í fullri lengd. Hún rakaði að sér fernum verðlaunum á Íslensku tónlistarverðlaununum 2019, fyrir lag og plötu ársins, fyrir vídeó ársins „Lætur mig“ og fyrir að vera besta söngkona ársins í sínum flokki.
Fyrr á þessu ári gaf hún út plötuna „GDRN“ ásamt einvalaliði tónlistarmanna.
„Romain Collin er framsýnt tónskáld, stórkostlegur jazzpíanisti og rísandi stjarna sem skín sannarlega skært í jazzheiminum“ skrifaði Jon Weber hjá National Public Radio í Bandaríkjunum. Collin fæddist í Frakklandi og býr nú New York en hann fluttist upphaflega til Bandaríkjanna til að sækja sér menntun við Berklee College of Music í Boston undir handleiðslu Dave Liebman og Joe Lovano meðal annarra.Árið 2007 útskrifaðist Romain Collin frá hinum virta skóla „Thelonious Monk Institute of Jazz“ þar sem hann hlaut fullan námsstyrk sem píanóleikari í hljómsveit sem var sérstaklega sett saman af Herbie Hancock, Wayne Shorter og Terence Blanchard. Á þessum árum fór Collin í tónleikaferðalög með Hancock og Shorter víða um heim auk þess sem hann spilaði með mönnum eins og Marcus Miller, Jimmy Heath og Terence Blanchard. Síðan þá hefur hann numið undir handleiðslu Larry Goldings, Russell Ferrante, Ron Carter, Charlie Haden, Mulgrew Miller og Wynton Marsalis.Romain Collin hefur gefið út fjórar plötur sem allar hafa hlotið einróma lof gagnrýnenda.
Samhliða því að þróa sinn eigin sólóferil leiðir hann tríó ásamt munnhörpusnillingnum Gregoire Maret og gítarleikaranum Bill Frisell en plata þeirra Americana kom út árið 2019. Auk þess er hann iðinn við kolann sem meðspilari á tónleikum og upptökum með fólki á borð við Mike Stern, John McLaughlin, Christian McBride, Lauryn Hill og Kurt Rosenwinkel.Nokkrar umsagnir um Romain Collin:[A] winning new album… There’s no doubting Mr. Collin’s pianism which is lucid and flowing…. His own compositions…(are) distinguished by dark grandeur, dynamic swells and a chamberesque layering of texture…distinctive.
– Nate Chinen, The New York TimesAn extraordinary album…Collin’s style is unique and engaging without obvious influences. 4.5 stars
– Karl Akermann, All About JazzAn absolute masterpiece…one of those rare albums that just grabs and holds your attention from start to finish- brilliant. 5 stars
– John Adcock, Jazz Journal (UK)A visionary composer, an extraordinary jazz pianist and a very bright young rising star in the jazz world.
– Jon Weber, NPR
Sóttvarnir í hávegum hafðar og tilmælum hlýtt í hvívetna.