Hleð Viðburðir
Hljómplatan Goes Abroader með hljómsveitinni My bubba kemur út hjá Smekkleysu hér á landinu mánudaginn 12. maí. Í tilefni af því mun hljómsveitin halda útgáfutónleika í Hannesarholti föstudagskvöldið 16. maí. Um upphitun sér Snorri Helgason. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00.
My bubba er skipuð hinni sænsku My og hinni íslensku Bubbu og var stofnuð fyrir 5 árum í Kaupmannahöfn þegar þær hittust fyrir helbera tilviljun. Síðan þá hafa þær ferðast saman um heiminn, samið og flutt samtíma þjóðlagatónlist og tekið upp tvær breiðskífur og eina stuttskífu. Þær hafa komið fram á Iceland Airwaves, Hróarskelduhátíðinni og hitað upp fyrir listamenn á borð við Matthew E. White og Nina Persson.
Miðar eru seldir á www.midi.s
hlekkir:

 

Upplýsingar

Dagsetn:
16/05/2014
Tími:
20:00 - 22:30
Verð:
ISK2.500
Viðburður Category:
Vefsíða:
www.ohmybubba.com

Skipuleggjandi

Baldvin Esra Einarsson

Staðsetning

Hljóðberg