Hleð Viðburðir

Gunnar Guðbjörnsson, tenórsöngvari og Snorri Sigfús Birgisson flytja Vetrarferðina eftir Franz Schubert.

Gunnar Guðbjörnsson hefur starfað sem óperu-, óratóríu- og ljóðasöngvari um þriggja áratugaskeið. Hann var fastráðinn við óperuhúsin í Wiesbaden, Lyon, Berlín og Freiburg og kom fram gestasöngvari við óperuhús og í tónleikahöllum í París, London, München, Madrid, Vín, Berlín en hann söng m.a. með Fílharmóníusveit Berlínar, Fílharmóníusveit Vínar, The Chicago Symphony Orchestra og Royal Philharmonic Orchestra í London.

Gunnar er skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz.

Snorri Sigfús Birgisson stundaði fyrst píanónám hjá Gunnari Sigurgeirssyni en innritaðist síðan í Tónlistarskólann í Reykjavík. Þar lærði hann á píanó hjá Hermínu S. Kristjánsson, Jóni Nordal og Árna Kristjánssyni en lagði einnig stund á tónsmíðar hjá Þorkeli Sigurbjörnssyni. Hann lauk einleikaraprófi 1974.

Á árunum 1974 – 1975 stundaði hann framhaldsnám í píanóleik hjá Barry Snyder við Eastman School of Music í Bandaríkjunum, en fór þaðan til Ósló og nam tónsmíðar hjá Finn Mortensen, raftónlist og hljóðfræði hjá Lasse Thoresen og Olav Anton Thommessen. Árið 1976 fór hann til Amsterdam til tónsmíðanáms hjá Ton de Leeuw. Frá því hann lauk námi 1980 hefur Snorri starfað í Reykjavík sem tónskáld, píanóleikari, tónlistarkennari og stjórnandi. Hann er félagi í Caput-hópnum.

Flutningur Gunnars og Snorra á Vetrarferð Schuberts markar upphaf að samstarfi þeirra.

Miðverð kr. 3500 en fyrir nemendur kr. 1500. Miðar seldir á midi.is

Upplýsingar

Dagsetn:
25/03/2017
Tími:
16:00
Verð:
kr.3500
Viðburður Category:
Vefsíða:
https://midi.is/tonleikar/1/10009/Vetrarferdin-Die_Winterreise

Skipuleggjandi

Gunnar Guðbjörnsson

Staðsetning

Hjóðberg
Grundarstíg 10
Reykjavik, Reykjavík 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904
View Staðsetning Website