Hleð Viðburðir

Tónleikarnir eru afrakstur samvinnuverkefnis Lilju Maríu og Örnólfs Eldon. Tónverkið, Alkemíur, byggir á hugleiðingum um helgikvæðið Lilju sem ort var á miðri 14. öld. Þessar hugleiðingar eru eins konar alkemískar tilraunir þar sem efniviðurinn gengur í gegnum ýmis umbreytingarferli. Verkefnið var styrkt af Tónskáldasjóði RÚV, Musica Nova og Tónlistarsjóði.

Örnólfur Eldon Þórsson (f. 1992) hefur fengist við tónlist um árabil sem flytjandi og tónskáld. Hann lauk BA-prófi við Listaháskóla Íslands árið 2015. Kennarar hans voru Atli Ingólfsson og Helena Tulve. Hann hefur sungið með kórunum í Hamrahlíð síðan 2008 undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur og jafnframt samið nokkur verk fyrir þá. Undanfarið ár hefur Örnólfur tekið þátt í uppfærslum tveggja nýrra ópera eftir íslensk tónskáld, UR_ eftir Önnu Þorvaldsdóttur og Njals Saga eftir Atla Ingólfsson. Örnólfur mun hefja mastersnám í tónsmíðum við Tónlistarháskólann í Hannover haustið 2016.

Lilja María Ásmundsdóttir (f. 1993) hefur nýlega lokið B.Mus.-prófi í píanóleik frá Listaháskóla Íslands. Kennari hennar var Peter Máté. Áður stundaði hún nám við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar hjá Þórunni Huldu Guðmundsdóttur. Lilja var einn af fjórum sigurvegurum í keppninni Ungir einleikarar í nóvember árið 2014 og lék í kjölfarið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands í janúar 2015. Hún hefur sótt ýmsa masterklassa, m.a. hjá Víkingi Heiðari Ólafssyni, Robert Levin og Steven Osborne. Lilja er á leiðinni í starfsnám haustið 2016 hjá píanistanum Sarah Nicolls í Brighton.

Veitingastofur opna kl. 18.30 og verður léttur kvöldverður í boði á sanngjörnu verði.  Borðapantanir samdægurs fyrir kl.16 í síma 511 1904 eða á hannesaholt@hannesarholt.is

Almennt miðaverð kr. 2000  en kr. 1000 fyrir eldri borgara og nema

Miðar seldir á mid.is

Upplýsingar

Dagsetn:
28/09/2016
Tími:
20:00
Verð:
kr.2000
Viðburður Category:
Vefsíða:
https://midi.is/tonleikar/1/9748/Vil_eg_ad_kvadid_heiti_LILJA

Staðsetning

Hjóðberg
Grundarstíg 10
Reykjavik, Reykjavík 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904
View Staðsetning Website