WAGNER OG THOMAS MANN
17/03/2019 @ 14:00 - 15:00
Wagnerfélagið býður upp á fyrirlestur Árna Blandon um Wagner og Thomas Mann í Hannesarholti á sunnudag, 17. mars kl. 14. Hann mun fjalla um áhrif Wagners í verkum Thomas Mann og afstöðu Manns til Wagners. Árni Blandon hefur kynnt óperur Wagners í Ríkisútvarpinu, Morgunblaðinu og hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Hann er með M.Phil-próf í samanburðabókmenntum frá New York-háskóla með áherslu á heimspeki og leiklist. Hann lærði leiklist í London og starfaði í nokkur ár sem leikari við Þjóðleikhúsið og var meðlimur í Leikstjórafélagi Íslands.
Aðgangur ókeypis og öllum heimill.