YANN BERTOLIN – VINJETTU PÍANÓTÓNLEIKAR
15/12/2019 @ 12:00 - 13:00
Hádegistónleikar í Hannesarholti, Reykjavík sunnudaginn 15.12.2019 kl. 12:15
Sunnudaginn 15. desember heldur Yann Bertolin vinjettu-píanótóneika kl. 12:15 í Hannesarholti, Grundarstíg 10, 101 Reykjavík. Þar verða fluttar píanó-perlur, sem heyrast sjaldan á tónleikum, verk eftir tónskáldin; J.S. Bach, L.V. Beethoven, F. Chopin, C. Debussy,I. Albeniz, O. Messian og E. Piaf. Einnig flytur píanóleikarinn stutt tónverk fyrir 6 hendur eftir hann sjálfan.
Í upphafi tónleikanna les Ármann Reynisson, vinjettuhöfundur, sögu um það hvernig leiðir þeirra félaga lágu óvænt saman í tónlistarhöllinni Philharmonie de Paris. Í hléinu les vinjettuhöfundurinn þrjár sögur eftir sjálfan sig sem tengjast jólasveinalandinu inn á Tröllaskaga og hvernig allir jólasveinarnir þrettán kvænast á einu bretti ,,jólasveinkum‘‘ eftir piparstand í 1000 ár.
Yann Bertolín er fæddur í París 1982. Hann hóf nám í tónlistarskólaskóla sex ára gamall, tók þátt í hæfileikakeppni og komst inn í CNR d´Aubervilliers – La Courneuve í París. Þar var Yann í píanónámi árum saman, hjá nokkrum tónlistarkennurum m.a. prófessor Hubert Guillard sem er á þeim tíma forseti ,,Royaume de la Musique” Radio-France tónlistar-keppninnar. Píanóleikarinn hlaut hin virtu verðlaun ,,Chevalier de la Musique‘‘.
Á námsárum sínum stundaði Yann Bertolin nám í tónvísindum við Edgard Quinet skólann í París. Hann hefur haldið tónleika með fjölbreyttri klassískri efnisskrá í hinum ýmsu tónlistarhöllum í Frakklandi, einnig í kirkjum og á sjúkahúsum, ásamt því að vera undirleikari þekktra einsöngvara.
Efnisskrá:
Barokk
Prelúdía nr 1 eftir Jóhann Sebastian Bach
Prélúdía nr 2 eftir Jóhann Sebastian Bach
Fúga í D-dúr eftir Jóhann Sebastian Bach
Klassík
Fyrsti þáttur úr Pathétique-sónötunni eftir Ludwig Van Beethoven
Rómantík
Prelúdía nr. 4 eftir Frédéric Chopin
Vals ópus 69 Nr. 1 eftir Frédéric Chopin
Næturljóð (nocturne) eftir Frédéric Chopin
Spænsk tónlist fyrir stríð
Asturias, Isaac Albeniz
Frönsk tónlist
Jardins sous la Pluie eftir Claude Debussy