Hannesarholt hefur hýst eða staðið fyrir margvíslegum menningarviðburðum frá opnun veturinn 2013. Í húsinu eru ýmsar vistarverur sem henta vel til ólíkra menningarviðburða: Hljóðberg með Steinway 211 flygilinn, fyrirmyndar hljómburður og mikil nánd. Hægt að raða salnum eftir því sem hentar. Minni rými á fyrstu, annarri og þriðju hæð fyrir annars konar samveru. Við erum opin fyrir samstarfi um menningarviðburði eða fólk getur leigt aðstöðu fyrir eigin viðburði.