Þau koma langt að tónlistarfólkið sem heiðrar Hannesarholt með nærveru sinni föstudaginn 20,október kl.20, Alessandra Toni og Kiann. Hlé er milli flutnings hvors um sig.

Alessandra Toni er ítalskur píanisti, tónskáld sem flytur gjarnan nýklassíska tónlist og tónlist sem höfðar til ólíkra hópa (crossover music). Hún býr sem stendur í Vínarborg, en tónlist hennar einkennir djúp ástríða fyrir tónlist sem fer yfir landamæri tónlistartegunda og fléttar saman eiginleika nýaldartónlistar og kvikmyndatónlistar. Tónlist Alessöndru sýnir einstaka blöndu hennar af melódískri fegurð, tilfinningalegri dýpt og sögu sem snertir.

Alessandra hóf tónlistarnám barn að aldri í hinum virta Giuseppe Verdi tónlistarskóla í Mílanó. Þorsti í þekkingu og skiling á mannsheilanum leiddi hana í frekara nám til hliðar við tónlistina og hún lauk doktorsprófi í erlendum tungumálum og meistaragráðu í sálfræði og taugavísindum. Auk þess er hún söngkona og lagahöfundur, sem tók þátt í pop/elektrónísku senunni í heimalandinu.

Í janúar 2023 var hún uppgötvuð af ítalsk-persneska píanistanum og tónskáldinu Kiann, sem hefur notið heimsathygli, en hann framleiðir plötur hennar. Í maí síðastliðnum fékk Alessandra samning við ítalska útgáfufyrirtækið INRI Classic og gaf út sína fyrstu plötu, “The Best Chapter.”

Kiann er ítalsk-persneskur píanisti, tónlistarframleiðandi og tónskáld. Hann býr í Vínarborg og semur tónlist sem snertir fólk. Hann setti af stað tónlistarverkefni sitt 2014 og náði eyrum fjölda fólks með því að skilgreina tónlist sína út frá framúrstefnulegri í að blanda og sameina tónlistartegundir. Verk hans eru nýtt í sjónvarpsserium meðal annars af austuríska sjónvarpinu ORF. Úrvarpssöðvar eins og Radio Klassik leika tónlist hans. Hann hefur átt í samstarfi með Bösendorfer píanóframleiðandanum frá 2019.

Efnisskrá Kianns er stór og telur m.a. lög af stúdíoplötu, live plötu, píanóeinleik, aríum, samstarfsverkefni með rússneska fiðluleikaranum Yury Revich og heimstónlistarverkefni með suður afríska a cappella tríóinu Insingizi.

Kiann hefur haldið tónleika víða um heim, meðal annars í óperuhúsi Caíró, Stafræna Leikhúsinu í Dubai, á opnunarhátíðum í Istanbul, Bellapais alþjóðlegri tónlistarhátíð á Kýpur og víðar.

Flutningur hans og tónverk ná hlustandanum á ferðlag sem brúar tónlistargreinar og mörk á milli þeirra. Einbeitni hans í að endurskoða og endurskapa hina nýklassísku grein býður hlustendum tækifæri til að upplifa í ríkulegum mæli melódíuna á alveg nýjan og heillandi máta.

Allir velkomnir. Miðasala á tix.is