Hannesarholt býður til 12 ára afmælishátíðar laugardaginn 8.febrúar kl.16.

Allir velunnarar Hannesarholts eru velkomnir að njóta með okkur samveru, skemmtiatriða, spjalls og veitinga.

Formleg opnun Hannesarholts var 8.febrúar 2013 og veitingaleyfið kom síðan 13.febrúar. Hins vegar var Hannesarholt stofnað 2009, og fyrsti starfsmaðurinn ráðinn það ár og starfaði í 15 mánuði fram á vor 2010, m.a. við undirbúning menningarhússins, söfnun sögulegra upplýsinga og gerð fyrstu vefsíðunnar. Margrét Gunnarsdóttir bókasafns-og upplýsingafræðingur var fyrsti starfsmaðurinn. Því má segja að Hannesarholt sé í raun 16 ára. Við hins vegar teljum frá þeim tíma sem húsið opnaði almenningi, 8.febrúar 2013.

Afmælisdagurinn verður undirlagður af menningarviðburðum, hefst á Bókviti kl.11.30-12.30, síðarn er Syngjum saman í höndum Hvassófjölskyldunnar, með Svönu Víkings við flygilinn, þá afmælishátíðin kl.16 og tveggja rétta afmælisdinner kl.18, úr smiðju Flóru veisluþjónustu, sem seldur verður á tix.is