Hleð Viðburðir
Event Series Event Series: Tónlistarhátíðin Ljóðið lifi

Ljóðið lifi er ný tónlistarhátíð sem hóf göngu sína síðastliðið vor en þar er ljóðatónlistinni svo sannarlega gert hátt undir höfði. Að þessu sinni verður boðið upp á þrenna tónleika með framúrskarandi söngvurum og vandaðri
efnisskrá í hinum sjarmerandi tónleikasal Hannesarholts, Hljóðbergi.

Skipuleggjendur hátíðarinnar eru Auður Gunnarsdóttir sópransöngkona og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari í samstarfi við Hannesarholt.

1. Föstudagskvöldið 8. mars kl. 20.00
Vetrarferðin
Oddur Arnþór Jónsson barítón og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari flytja Vetrarferðina eftir Franz Schubert, við ljóð Wilhelm Müller.

2. Laugardagurinn 9. mars kl. 17:00
Norrænir tónar
Auður Gunnarsdóttir sópran, Egill Árni Pálsson tenór og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari flytja norræn sönglög eftir m.a. Grieg, Sibelius, Sjöberg, Alfvén, Nordqvist, Stenhammar, Peterson-Berger og Kaldalóns.

3. Sunnudagurinn 10. mars kl. 14:00
Jónas & Heine
Kristín Einarsdóttir Mäntylä mezzosópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari flytja lög við ljóð Jónasar Hallgrímssonar og Heinrich Heine. Tónleikar með fræðsluívafi um ljóð Jónasar Hallgrímssonar og áhrif Heinrich Heine á skáldskap hans. Flutt verða lög við ljóð þeirra beggja sem og þýðingar Jónasar á ljóðum Heine. Lögin eru m.a. eftir Atla Heimi, Clöru Schumann, Anton Rubinstein og Mendelssohn.

Flytjendur: Kristín Einarsdóttir Mäntylä mezzosópran, Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari.

ATH! 10% forsöluafsláttur til 10. febrúar!

Upplýsingar

Dagsetn:
9. mars
Tími:
17:00 - 18:00
Series:
Viðburður Category:

Staðsetning

Hannesarholt
Grundarstígur 10
Reykjavík ,