Hleð Viðburðir

Björg Brjánsdóttir útskrifaðist af einleikarabraut frá Tónlistarháskóla Noregs vorið 2017 og hefur auk þess stundað nám í þverflautuleik við Tónlistarháskólann í Hannover, Tónlistarháskólann í München og Konunglega danska tónlistarháskólann. Björg var tilnefnd sem Flytjandi ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2022 og er flautuleikari tónlistarhópsins Caput og Elju kammersveitar. Í janúar 2024 kom út fyrsta einleiksplata Bjargar, GROWL POWER, með verkum eftir Báru Gísladóttur. Hún hefur unnið náið með fjölmörgum tónskáldum en síðar á árinu er önnur plata hennar væntanleg með nýjum einleiksverkum fyrir þverflautu eftir sex ólík tónskáld.

Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 25.apríl, heldur hún einleikstónleika í Hannesarholti þar sem hún flytur þrjú verk sem samin voru fyrir Björgu á síðustu árum eftir Báru Gísladóttur, Pál Ragnar Pálsson og Tuma Árnason. Einnig hljóma ljúfir dansar eftir Blavet, virtúósísk chaconna Karg-Elerts og ný umritun eftir Björgu á Chaconnu Bachs, ásamt frumflutningi á verki hennar, Snörun. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og miðaverð er 4.900 kr. Miðasala á tix.is.

Upplýsingar

Dagsetn:
25. apríl
Tími:
20:00 - 21:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Hannesarholt
Grundarstígur 10
Reykjavík ,
+ Google Map