Hleð Viðburðir

English below //

Dick Ringler (Richard Newman Ringler) (1934-2024) var einn af þessum Íslandsvinum sem lét um sig muna. Hann lærði íslensku á Hólum í Hjaltadal í kringum 1960, þar sem hann bjó um tíma ásamt ungri fjölskyldu sinni. Dick elskaði Jónas Hallgrímsson og fannst hann á pari við William Wordsworth. Honum fannnst að hinn enskumælandi heimur þyrfti að kynnast skáldskap hans Jónasar. Hann var trúr sinni sannfæringu og þýddi af alúð allt höfundarverk Jónasar, ljóð og laust mál, sem kom út í bókinni BARD OF ICELAND. Bókin er dýrgripur og gersemi, og svo vel tókst honum til að allt sem sungið er á íslensku af Jónasarlögum syngst jafnvel á enskunni, eftir að Dick Ringler fór um þau höndum.

Nú viljum við heiðra minningu Dicks Ringler og þakka honum fyrir framlag sitt til íslenskrar menningar með því að koma saman og syngja eina stund Jónasarlögin á ensku uppúr bókinni Bard of Iceland laugardaginn 27.apríl kl.16. Við hefjum sönginn með einu erindi á íslensku í hverju lagi, en flytjum svo yfir í enskuna. Við höfðum þennan háttinn á fyrir rúmum tíu árum síðan, þegar við sendum Dick rafræna afmæliskveðju yfir hafið í tilefni af áttræðisafmæli hans og endurtökum leikinn nú.

Streymt verður frá stundinni á fésbókarsíðu Hannesarholts. Vinir Dicks í Hannesarholti og Hollvinafélagi Wisconsinháskóla og Madisonborgar standa að viðburðinum.

Allir velkomnir. Textar á tjaldi og allir syngja með. Frítt inn.

//

Dick Ringler (Richard Newman Ringler) (1934-2024) was one of those friends of Iceland who really pulled his weight. He learned Icelandic at Holar in Hjaltadalur around 1960 where he moved temporarily with his young family. Dick loved romantic poet Jónas Hallgrímsson and found him to be equal to William Wordsworth. He felt that the English speaking world needed to know this exceptional poet. True to his beliefs, he painstakingly translated Jonas’s body of work, poetry and prose, which was published in the book BARD OF ICELAND. The book is a treasure and a gem and the outcome is so excellent that all the songs of Jonas frequently sung in Icelandic can be sung without hesitation in English, after Dick Ringler worked his magic upon them.

Now we want to honour Dick Ringler’s memory and give him thanks for his valuable contribution to Icelandic culture by gathering in Hannesarholt on Grundarstígur 10 in Reykjavík, Iceland, for a sing-along from the book Bard of Iceland on Saturday, April 27th, at 4PM. We sing one verse in Icelandic before turning to English for each song. We had an event in honor of Dick ten years ago, for his eightieth birthday, and will repeat at this time.

The event will be live-streamed on Hannesarholt’s facebook page. Friends of Dick Ringler in Hannesarholt and in University of Wisconsin Alumni Association – Iceland Chapter are hosting this event.

All are welcome. Lyrics on a screen and everyone can take part. Free admission.