Hleð Viðburðir

Þriðjudagskvöldið 15. október mun píanóleikarinn Benjamín Gísli Einarsson leika einleik á flygilinn í Hannesarholti. Á efnisskránni verða frumsamin verk eftir Benjamín ásamt klassískum íslenskum perlum.

Benjamín, sem er búsettur í Noregi, nýtur mikillar velgengni í tónlistarsenunni þar og kemur reglulega fram á stærstu jazzhátíðum og jazzklúbbum landsins. Í fyrra gaf hann út plötuna Line Of Thought með tríói sínu, sem hefur fengið frábæra dóma víða um heim.

“Benjamín Gísli understands the use of silence as a sound” – George W. Harris, Jazz Weekly (US)

“Line Of Thought is a good debut and there’s purity and melancholic beauty in the stillness of the music.” – Kevin Ward, Ukvibe (UK)

https://orcd.co/bbsuite
https://orcd.co/line_of_thought
www.benjamingisli.com

Tónleikarnir hefjast kl 20, húsið opnar 19:30 og gengið er inn í Hljóðberg í Hannesarholti af Skálholtsstíg. Miðar fást á tix.is og miðaverð er 4.900 kr.

Upplýsingar

Dagsetn:
15. október
Tími:
20:00 - 22:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Hannesarholt
Grundarstígur 10
Reykjavík ,
+ Google Map