Kvöldstund með Kristínu Eiríks og Gunnari Þorra

Hljóðberg

Kvöldstund með Kristínu Eiríks, sem deilir með gestum hugsunum sínum og draumum, segir frá áhrifavöldum og leiðinni sem leiddi til rithöfundaferils. Gunnar Þorri Pétursson, bókmenntafræðingur og þýðandi, stjórnar umræðum. Sögur hennar og ljóð hafa verið þýdd yfir á dönsku, þýsku og ensku. Kristín hlaut Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana fyrir ljóðabókina KOK árið 2014, og Fjöruverðlaunin – bókmenntaverðlaun kvenna og Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir skáldsöguna Elín, ýmislegt sem kom út árið 2017.

kr.2500

Pálsvaka – heimspekispjall

Hljóðberg

Hvert er erindi umhverfisheimspekinnar við Íslendinga? Pálsvaka er árlegur viðburður [...]

Kvöldstund með Vilborgu Davíðsdóttur

Hljóðberg

Kvöldstund með Vilborgu Davíðsdóttur, sem fagnar 25 ára rithöfundarafmæli um þessar mundir. Vilborg mun spjalla við gesti í Hljóðbergi um feril sinn og skáldsagnaskrif og sýna myndir frá eigin lífi og frá söguslóðum bóka sinna.

kr.2500