Hleð Viðburðir

Hvert er erindi umhverfisheimspekinnar við Íslendinga?

Pálsvaka er árlegur viðburður að vori í Hannesarholti í samstarfi við Siðfræðistofnun til að heiðra minningu Páls Skúlasonar heimspekings. Markmiðið er að skapa vettvang fyrir umræður um málefni sem tengjast heimspeki og samfélagi.

Að þessu sinni er viðfangsefnið sá heimspeki- og siðfræðilegi skilningur sem liggur til grundvallar umgengni okkar við náttúruna og afstöðuna til hennar. Undanfarið hefur umræða um náttúruna, verndun hennar, nýtingu og merkingu aukist í samfélaginu. Mikilvægt er að sú umræða eigi sér traustar fræðilegar stoðir. Í verkum Páls má finna mikilvæga leiðsögn í þeim efnum.

Hvert er erindi umhverfisheimspekinnar við Íslendinga?

Ráðstefna í Hannesarholti, laugardaginn 21. apríl 2018, kl. 10.00-16.30

DAGSKRÁ:

10.00-10.10    Setning þings, fundarstjóri: Henry Alexander Henrysson 

10.10-10.25    Ávarp: Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra

10.25-10.40    Að rækta eða glata samúðargáfunni – inngangserindi um náttúruhugsun Páls                              Skúlasonar: Jón Ásgeir Kalmansson

10.40-11.20     Fjölbreytni og tengsl í náttúrunni mikilvægi heimsmyndar: Skúli Skúlason

11.20-12.00     Samvistarhyggja – heimspekileg hugleiðing um guði, mannfólk og dýr:
 Róbert H. Haraldsson

12.00-13.00     HÁDEGISVERÐUR

13.00-13.40     Brjáluð auðnum táknmyndir, tengsl og trúnað í náttúrupælingum meistara                              Páls og lærisveina: Oddný Eir Ævarsdóttir

13.40-14.20     Fyrirbærafræði og fagurfræði umhverfis og náttúru (eða landslags): Guðbjörg R. Jóhannesdóttir

14.20-15.00     Græn stjórnmál, gráa höndin og landslag umhverfismála á Íslandi: Þorvarður Árnason

15.00-15.20     KAFFIHLÉ

15.20-16.20     Pallborðsumræður, þátttakendur: Árni Finnsson, Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,                                Einar Jónsson, Hafdís Hanna Ægisdóttir, Ólafur Páll Jónsson og Stefán Gíslason.                            Stjórnandi pallborðsumræðna: Salvör Nordal

16.20-16.30     Lokaorð: Mikael Karlsson