2025-12-18T00:00:00+00:00
  • Söngstund að sumarlagi

    Söngstund með Kristjáni Sigurðssyni og Sæunni Þorsteinsdóttur í veitingastofum Hannesarholts verður rólegheitakvöld þar sem fólk getur tyllt sér við borð í fallegum stofum, fengið sér vatn, kaffi eða eitthvað annað að drekka, hlustað á tónlist og skemmtilega texta og vonandi átt góða stund. Enginn aðgangseyrir.

  • triu – tónleikar

    Hljóðberg

    Austurríski sönghópurinn TRIU heldur söngtónleika án undirleiks, þar sem þau leika með mannsröddina með tilfinningu, krafti og samhljómi. Dagsskráin er fjölbreytt og lífleg; hefðbundin músík frá Afríku, Ástralíu og Evrópu í bland við jazz og popptónlist.

    IKR2500
  • Systkinatónleikar – uppselt – aukatóleikar á sunnudag

    1.hæð og Hljóðberg

    Systkinin Kristín og Guðfinnur Sveinsbörn blása nú til sinna annarra systkinatónleika. Annað árið í röð, þá myndu einhverjir segja að þetta væri orðin hefð. Þau ætla að flytja sönglög sem og óperuaríur úr ýmsum áttum, innlend sem erlend og að sjálfsögðu verða til viðbótar á dagskránni íslenskar dægurlagaperlur sem allir ættu að kannast við. Þetta eru fyrstu tónleikar Kristínar á íslandi síðan hún gekk til liðs við óperuakademíu La Scala í Mílanó. Á tónleikunum verður frumfluttur dúett sem Petter Ekman semur við ljóð Jakobínu Sigurðardóttur, Fimm börn, sérstaklega fyrir þetta tækifæri. Hér er líka hefð í myndun, annað árið í röð fá systkinin til liðs við sig ungt tónskáld til að semja dúett fyrir tækifærið. Meðleikari á tónleikunum er Hrönn Þráinsdóttir.

    kr.2000
  • Sónötur fyrir selló og píanó

    Hljóðberg

    Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, sellóleikari og Bjarni Frímann Bjarnason, píanóleikari flytja sónötur fyrir píanó og selló eftir Debussy, Bethoven og Mendelssohn.

    kr.2500
  • Tónleikar – Frönsk og íslensk rómantík

    Hljóðberg

    Dúettinn "Fire and Ice" leikur tónlist sem heyrir undir franska og íslenska rómantík. Dúettinn skipa Chrissie Telma Guðmundsdóttir fiðluleikari og Juliana Witt píanóleikari.

    kr.1500
Go to Top