Hleð Viðburðir

13. maí n.k., á uppstigningardag, verða haldnir tónleikar í
Hannesarholti þar sem flutt verða verk eftir Snorra Sigfús
Birgisson. Laufey Sigurðardóttir leikur á fiðlu og Snorri Sigfús á
píanó. Fyrsta verkið á efnisskránni er Svíta fyrir einleiksfiðlu sem
Snorri samdi á síðasta ári að beiðni Laufeyjar og er verkið tileinkað
henni. Verkið er í fjórum köflum og verður frumflutt á tónleikunum.
Auk svítunnar munu Laufey og Snorri leika tvær
þjóðlagaútsetningar fyrir fiðlu og píanó. Undirbúningur þessara
tónleika og samning nýja verksins hafa notið fjárhagsstuðnings
Reykjavíkurborgar sem hefur styrkt ýmis verkefni listamanna í
yfirstandandi faraldri.
Tónleikarnir eru um það bil 45 mínútna langir og aðgangseyrir er
1.000 kr.

Upplýsingar

Dagsetn:
13/05/2021
Tími:
15:30 - 16:15
Viðburður Category:

Staðsetning

Grundarstígur 10
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904