Cauda Collective : Franskur febrúar
07/02/2025 @ 20:15 - 22:00
Frönsk impressjónísk kammerveisla! Flutt verða þrjú af eftirlætis tónverkum Caudu Collective eftir Maurice Ravel (1875-1937): Strengjakvartett í F-dúr, Söngvar frá Madagaskar og Pavane fyrir látna prinsessu. Þá verður flutt Næturljóð eftir Lili Boulanger (1893-1918) sem varð árið 1913 fyrst kvenna til að hreppa hin virtu tónsmíðaverðlaun Prix de Rome.
Tónleikarnir verða í Hljóðbergi, gengið inn frá Skálholtsstíg.
07.02.2025, kl20:15 5.900 kr