Hleð Viðburðir

Hvað er barn? Þeirri spurningu hefur verið svarað misjafnlega gegnum tíðina. Í Bókabörnum sem kom út fyrir jólin er fjallað um mismunandi og breytilegar hugmyndir manna um bernskuna, hvernig börn séu og hvernig þau ættu að vera. Fyrstu bækurnar sem ætlaðar voru íslenskum börnum voru stafrófskver og síðar komu frumsamin og þýdd ævintýri og svo koll af kolli. Fjórir fyrstu barnabókahöfundarnir og bækur þeirra eru til umræðu en hver höfundanna um sig hefur ákveðinn skilning á bernskunni.  Þessir höfundar eru Jónas Hallgrímsson, Nonni, Sigurbjörn Sveinsson og Jóhann Magnús Bjarnason. Þeir voru ólíkir menn en í verkum þeirra birtast flest þau þemu sem rekja má gegnum íslenska barnabókasögu allar götur síðan.

Dagný Kristjánsdóttir er prófessor í íslenskum bókmenntum og hlaut nýverið tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir bók sína Bókabörn.
Veitingastofurnar opna kl. 18.30 fyrir þá gesti sem vilja snæða léttan kvöldverð í formi menningarplatta áður en dagskrá hefst. Menningarplatta þarf að panta fyrirfram með borðapöntun í síðasta lagi kl. 16.00 daginn fyrir. Nánari upplýsingar hér.

Upplýsingar

Dagsetn:
20/01/2016
Tími:
20:00
Viðburður Category:
Tök Viðburður:

Skipuleggjandi

Félag íslenskra fræða

Staðsetning

Hljóðberg