FRÖNSK KAFFIHÚSASTEMNING Í HANNESARHOLTI
16/11/2019 @ 16:00 - 18:00
Laugardaginn 16. nóvember flytur Unnur Sara Eldjárn franska kaffihúsatónlist í Hannesarholti ásamt píanóleikara. Unnur hefur vakið athygli á mánaðarlegum kvöldum í Petersen svítunni auk plötunnar „Unnur Sara syngur Gainsbourg“ sem kom út á síðasta ári. Lögin fjalla um ástina í hennar ýmsu myndum í suðrænum anda franskrar rómantíkur og eru þekkt í flutningi listamanna á borð við Edith Piaf, Jacques Brel, Serge Gainsbourg og Françoise Hardy.
Veitingastofurnar framreiða kvöldverð fyrir þá sem vilja á eftir tónleikunum með sérstökum frönskum matseðli. Borðapantanir í síma 511-1904 og á hannesarholt@hannesarholt.is
Miðaverð: 2.500 kr í forsölu á tix.is
3.500 kr. á staðnum
„Unnur Sara syngur Gainsbourg“ verður á sérstöku tilboðsverði:
geisladiskar: 2.000 kr
vínylplötur: 3.500 kr