Hleð Viðburðir

Gérard Lemarquis og Les Métèques – Kvöldstund með Brassens

Afslöppuð kvöldstund með einlægum Brassens-aðdáendum sem kynna átrúnaðargoðið sitt og syngja uppáhalds Brassens lögin sín í Hannesarholti fimmtudaginn 9.nóvember kl.20.

Georges Brassens er eitt dáðasta söngvaskáld Frakka og tónlist hans og textar eru órjúfanlegur hluti af franskri þjóðarsál. Brassens var fæddur 22. október 1921 og því eru 102 ár frá fæðingu hans um þessar mundir. Hann var mikill anarkisti og trúleysingi og klámfengnir textar hans ollu mikilli hneykslun hjá frönskum góðborgurum á síðustu öld.

Les Métèques: Ásta Ingibjartsdóttir (söngur), Eyjólfur Már Sigurðsson (söngur og gítar), Olivier Moschetta (söngur og bassi), Ragnar Skúlason (fiðla). Sögumaður er Gérard Lemarquis.

Upplýsingar

Dagsetn:
09/11/2023
Tími:
20:00 - 21:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Hannesarholt
Grundarstígur 10
Reykjavík ,
+ Google Map