GRÍN FYRIR GRENSÁS
10/06/2021 @ 20:00 - 21:00
Hannesarholt og á-rás fyrir Grensás kynna sýninguna Grín fyrir Grensás ( Kolsvart – Sex, Drugs and Rock&Roll) þar sem Valdimar Sverrisson ljósmyndari slær á G-streng og aðra létta strengi um það að greinast með heilaæxli á stærð við sítrónu og missa sjónina í kjölfarið. Valdimar vaknaði upp við vondan draum á Grensásdeild Landspítalans þegar hann áttaði sig á að hann hafði ekki enn látið gamlan draum rætast um að gerast uppistandari. Það var því ekki eftir neinu að bíða með að ganga í verkið og verður afraksturinn fluttur í Hannesarholti, bæði uppistand og grínmyndbönd þar sem fram koma Ari Eldjárn og Örn Árnason auk fjölda annarra úr stafrófinu frá A til Ö. Því eins og Valdimar segir sjálfur: Að búa til myndband er það minnsta sem blindur maður getur gert.
100% af aðgangseyri rennur til Grensás.