2026-01-30T00:00:00+00:00
Hleð Viðburðir

Kvöldstund með Gísla Pálssyni sem segir sögu Hans Jónatans, mannsins sem stal sjálfum sér og settist að á Djúpavogi árið 1805. Ævisagan um Hans Jónatan kom út 2014 og hefur nú verið þýdd á ensku, dönsku og frönsku. Nýleg rannsókn á vegum Íslenskrar Erfðagreiningar þar sem erfðamengi Hans Jónatans var endurgert hefur vakið athygli á sögu hans á ný, líklega meiri en nokkru sinni fyrr. Enska útgáfan var á lista Times Literary Supplement fyrir Bækur ársins 2017. Gerð hefur verið heimildamynd um Hans Jónatan og afkomendur hans sem frumsýnd var á Djúpavogi, Reykjavík og Vestmannaeyjum á síðasta ári.

Veitingastofurnar eru opnar til 22 þetta kvöld eins og önnur fimmtudagskvöld og er hægt að fá kvöldverð á undan kvöldstundinni. Pálmar Ólason leikur á píanóið frá 18.30-20, happy hour frá 17-19. Borðapantanir í síma 511-1904 og á hannesarholt@hannesarholt.is

Gísli gefur Hannesarholti vinnu sína.

 

 

 

 

Upplýsingar

Skipuleggjandi

Staðsetning

Go to Top