Hleð Viðburðir

Um tónleikana

Solveig Óskarsdóttir og Anna Þórhildur Gunnarsdóttir flytja sönglög víðsvegar að úr heiminum í Hannesarholti laugardaginn 27.apríl kl.15. Þær taka áheyrendur í ferðalag um björt sumarkvöld og kalda vetrarmorgna. Efnisskráin er blanda þekktra sem og minna fluttra verka, m.a. eftir tónskáldin Kurt Weill, Poldowski, Jean Sibelius og Isabelle Aboulker, og eru kventónskáld í forgrunni á efnisskránni.

Um Dúó Áróru

Píanistinn Anna Þórhildur Gunnarsdóttir og söngkonan Solveig Óskarsdóttir kynntust í Listaháskóla Íslands og stofnuðu Dúó Áróru í meistaranámi sínu við Tónlistarháskólann í Maastricht fyrir tveimur árum. Dúó Áróra hélt tónleikaferðalag á Vesturlandi sumarið 2023 og leggja þær áherslu á lifandi flutning og nýstárlegt efnisval, t.d. með að auka sýnileika kventónskálda.

Solveig Óskarsdóttir  er útskrifuð með BMus í söng frá LHÍ og Master í Óperu frá Conservatorium Maastricht. Hún hefur hlotið ýmsa styrki til tónlistartengdra verkefna, m.a. styrk úr minningarsjóði Vilhjálms Vilhjálmssonar til áframhaldandi söngnáms. Hún hefur setið fjölmarga masterklassa, m.a. hjá Gittu-Mariu Sjöberg, Ingeborg Danz, Kristni Sigmundssyni og Catryn Wyn-Davies. Solveig leggur áherslu á 20. aldar og samtímatónlist, auk þess sem hún hefur dálæti á norrænum sönglögum. Hún hefur sungið með fjölmörgum kórum, bæði sem kórmeðlimur og einsöngvari, m.a. Kór Langholtskirkju og Graduale Nobili. Hún syngur einnig með ýmsum smærri sönghópum.

Anna Þórhildur Gunnarsdóttir lauk B.Mus gráðu í píanóeinleik frá Listaháskóla Íslands, undir leiðsögn Peters Máté og Eddu Erlendsdóttur og MA-gráðu í píanóeinleik við Conservatorium Maastricht hjá prof. Katia Veekmans. Anna hefur hlotið margvíslega styrki, þ.á.m. úr Minningarsjóði Heimis Klemenzsonar og Henrïette Hustinx-hvatningarverðlaunin, sem eru veitt útskriftarnemum Tónlistarháskólans í Maastricht sem þykja skara fram úr á sínu sviði. Í dag starfar Anna sem píanókennari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.

Upplýsingar

Dagsetn:
18. maí
Tími:
15:00 - 16:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Hannesarholt
Grundarstígur 10
Reykjavík ,
+ Google Map