Hleð Viðburðir
Síðasta söngstund vetrarins í Hannesarholti verður í öruggum höndum Þorgerðar Ásu Aðalsteinsdóttur laugardaginn 25.maí kl.14. Þorgerður Ása hefur áður stýrt samsöng í Hannesarholti, en hún hefur fetað svipaða slóð og foreldrar hennar, Anna Pálína Árnadóttir og Aðalsteinn Ásberg og lagt fyrir sig vísnasöng. Þorgerður Ása lærði við Norræna söngskólann í Kungälv í Svíþjóð og Tónlistarskóla FÍH en hefur auk tónlistarinnar starfað á Rás 1 sem dagsrkárgerðarmaður og þula.
Syngjum saman í Hannesarholti veturinn 2023-2024 er tileinkað Marinellu Ragnheiði Haraldsdóttur, sem var fædd 1933 og hefði því orðið níræð 14.september 2023. Hannesarholt er til vegna hennar og hún mætti á alla Syngjum saman viðburði með fjölskyldu sinni þar til að heimsfaraldurinn truflaði taktinn. Um leið og við minnumst hennar og heiðrum viljum við taka hana okkur til fyrirmyndar. Söngurinn fylgdi henni ævina út, en hún lést 11.júlí 2023. Frítt er inná Syngjum saman í Hannesarholti í hennar minningu. Textar á tjaldi svo allir geta sungið með. Allar kynslóðir velkomnar.