Hleð Viðburðir

Olivier Manoury leiðir okkur inn ástríðufullan og ómstríðan hljómheim bandóneon harmónikkunnar.

Olivier Manoury (f. 1953 í Tulle í Frakklandi) ólst að mestu upp í París. Hann var alla tíð listhneigður og hóf myndlistarnám sem barn að aldri. Síðar las hann ensku og bókmenntir við Sorbonne háskóla og lauk þaðan meistaraprófi í nútímabókmenntum árið 1975. Samhliða háskólanámi var hann í listaháskóla Parísarborgar (Ecole National des Beaux Arts) þar sem hann lagði stund á málaralist hjá Gustave Singier og Jacgues Yankel, auk þess að læra höggmyndalist hjá Etienne Martin.

Drýgstan hluta ævi sinnar hefur Olivier þó starfað sem tónlistarmaður, enda er hann er vel þekktur sem bandóneonleikari í Frakklandi og víðar um heim. Hann hefur samið tónlist fyrir kvikmyndir, leikhús og danssýningar, spilað inn á fjölda geisladiska, auk þess að leika á tónleikum og tónlistarhátíðum í Evrópu og Suður-Ameríku. Olivier leikur bæði tangó og jass en meðal þeirra hljómsveita sem hann hefur stofnað eru Tangoneon, Tempo Di Tango og Le Grand Tango. Síðasnefnda hljómsveitin er Íslendingum að góðu kunn, en hún er skipuð þekktum hljóðfæraleikurum úr íslensku tónlistarlífi.

Fyrr um daginn opnar Olivier sýningu á vatnslitamyndum sínum sem sýna íslenska náttúru, hraunbreiður, sjávarföll, rafmagnslínur og troðninga. Þaðan leiðir Olivier okkur inn ástríðufullan hljómheim bandóneon harmónikkunnar.

Til að næra öll skilningavitin er tilvalið að fá sér Jólaplatta Hannesarholts sem er borinn fram í veitingastofunum frá kl.18.30 og kostar 4.900. Plattinn er litríkur, næringaríkur og bragðgóður. Í boði er tvenns konar platti; með hefðbundum jólaréttum eða vegankrásum. Borðapantanir í síma 511-1904 og á hannesarholt@hannesarholt.is

 

 

jola-vegan

 

Upplýsingar

Dagsetn:
16/12/2016
Tími:
20:00
Verð:
kr.2500
Viðburður Category:
Tök Viðburður:
,
Vefsíða:
https://midi.is/tonleikar/1/9901/Olivier_Manoury_%E2%80%93_Einleikur_a_bandoneon

Skipuleggjandi

Hannesarholt

Staðsetning

Hljóðberg