Romain Collin & Óskar Guðjónsson
2. febrúar @ 20:00 - 21:00
Píanistinn Romain Collin, sérlegur vinur Hannesarholts, hefur snúið aftur í listamannadvöl í Hannesarhorni og stendur fyrir tónleikafernu á næstu vikum, Romain Collin & gestir 2024, þar sem hann býður til samstarfs framúrskarandi listamönnum. Romain Collin, sem var tilnefndur til Grammy verðlauna 2020 hefur verið reglulegur gestur á Íslandi síðustu ár, og þetta er þriðja tónleikaröðin sem hann stendur fyrir í Hannesarholti.
Óskar Guðjónssson saxófónleikari er gestur Romains föstudagskvöldið 2.febrúar kl.20. Það þarf ekki að kynna Óskar Guðjónsson fyrir gestum Hannesarholts, enda er hann vel þekktur í íslensku tónlistarlífi, ekki síst fyrir ár sín sem meðlimur hljómsveitarinnar ADHD. Saxófónstíll Óskars og lipur píanóspuni Romains munu skapa menningarlega ríka og hljóðrænt fjölbreytta tónlistarupplifun