Hleð Viðburðir

Það er Elsa Ósk Alferðsdóttir aðjúnkt í þjóðfræði við Háskóla Íslands sem flytur erindið „Sigurður málari og konurnar í kring“ en hún er höfundur greinarinnar “… VJER ERUM ALLIR MEIR EN VJER VITUM LEIDDIR AF TILFINNÍNGUM KVENNFÓLKSINS – SIGURÐUR MÁLARI OG KONURNAR Í KRING” sem út kom í bókinni Málarinn og menningarsköpun. Sigurðar málara (1833-1874) er gjarnan meðal annars minnst fyrir að hafa eflt áhuga á þjóðlegum klæðnaði kvenna en hann var einn helsti hvatamaður að þjóðlegri menningarsköpun á Íslandi upp úr miðri 19. öld.

Nánar má lesa um Sigurð Guðmundsson málara á sérstakri heimasíðu honum til heiðurs – sjá hér. Bókinn Málarinn og menningarsköpun og Gulu og Bláu blöðin (munsturblöð Sigurðar) verða til sölu á staðnum.

Aðgangur að fyrirlestrinum er ókeypis og allir eru velkomnir!

Upplýsingar

Dagsetn:
27/01/2019
Tími:
15:00 - 16:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Grundarstígur 10
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904