Hleð Viðburðir

Hannesarholt hlúir að söngmenningu þjóðarinnar með því að bjóða uppá samsöng reglulega á sunnudögum, þar sem textar birtast á tjaldi og allir taka  undir. Hljómsveitin Brek leiðir sönginn sunnudaginn 13. desember í Syngjum saman með Hörpu Þorvaldsdóttur í fararbroddi, sem hefur haldið utanum söngstundirnar í Hannesarholti undanfarnar annir.

Brek er ný hljómsveit sem stofnuð var haustið 2018. Meðlimir sveitarinnar hafa síðan þá leitast við að finna sinn rétta hljóm og gefið sér tíma í þá vinnu.

Nú í desember er hljómsveitin hinsvegar komin í jólabúning og mun flytja öll okkar helstu jólalög ásamt ykkur sunnudaginn 13. desember í Syngjum saman.

Áhersla er á að tvinna saman hinum ýmsu áhrifum frá mismunandi stílum þjóðlaga- og dægurtónlistar. Einnig reynir sveitin að finna nýjar og spennandi leiðir við notkun hljóðfæranna til að skapa grípandi og þægilega stemningu, en jafnframt krefjandi á köflum. Lög sveitarinnar eru sungin á íslensku en hún leggur áherslu á að nota fjölskrúðugt orðbragð og nýta þannig hinn mikla og fallega orðaforða sem íslenskan hefur upp á að bjóða. Lög hljómsveitarinnar sækja innblástur sinn meðal annars í íslenska náttúru og veðrabrigði.

Áhrif tónlistarinnar koma úr ýmsum áttum en Brek vill leitast við að tvinna þeim saman í sinn hljóðheim og leitast þannig við að brjóta niður múra á milli tónlistarstefna ásamt því að tengja íslenskan þjóðlagaarf við aðrar tegundir þjóðlagatónlistar. Íslenska texta og raddir í bland við samspil rythmísks og dínamísks samtals hljóðfæranna notar Brek til að drífa tónlistina.

Hannesarholt er opið frá 11:30-17 og eldhúsið er opið til 14.30.

Miðar

The numbers below include tickets for this event already in your cart. Clicking "Get Tickets" will allow you to edit any existing attendee information as well as change ticket quantities.
Miðar are not yet available