Syngjum saman í Hannesarholti með Hvassófjölskyldunni
8. febrúar @ 14:00 - 15:00
Syngjum saman í Hannesarholti með Hvassófjölskyldunni laugardaginn 8.febrúar kl.14. Svana Víkingsdóttir píanókennari leiðir sönginn og leikur með á flygilinn. Textar á tjaldi og allir syngja með. Streymt verður frá stundinni.
Að sjálfsögðu geta margar fjölskyldur kennt sig við Hvassaleiti, en sú fjölskylda sem leiðir þessa „Syngjum saman“ söngstund er ættuð frá hjónunum Stefaníu Gísladóttur og Víkingi Heiðari Arnórssyni, sem áttu heimili í Hvassaleiti 75 í ríflega fjörtíu ár, eða frá árunum 1961-2004. Tónlistar-og söngmenning var ræktuð af krafti á heimilinu og búa börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn enn að því, auk vina, ættingja, nágranna og afkomenda þeirra. Söngstundin mun endurspegla tíðaranda síðustu kynslóða, sem fjölmargir ættu að tengja við.
Verið öll velkomin í Hannesarholt í Syngjum saman. Ókeypis inn.