Hleð Viðburðir

Sigga Eyrún og Kalli Olgeirs taka boltann sunnudaginn 24.maí kl.14 og stjórna fjöldasöng í Hannesarholti eins og þeim einum er lagið. Þau eru nánast á heimavelli í Hljóðbergi, enda hafa þau margoft komið fram í Hannesarholti á ýmsum tónlistaruppákomum.

Hannesarholt hefur síðastliðin rúm sjö ár hlúð að söngarfi þjóðarinnar með því að bjóða uppá syngjum saman reglulega yfir vetrartímann. Að venju birtast textar á tjaldi og allir taka undir. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum sem greiða 1000 króna aðgangseyri.

Undanfarið í heimsfaraldri hefur söngstundinni verið streymt beint á fésbókarsíðu Hannesarholts alla sunnudaga og má finna fyrri söngstundir þar. Söngelskir geta því sungið með heimavið ef þeir komast ekki í Hannesarholt.

Veitingahúsið er opið á sunnudögum frá 11.30-17

Upplýsingar

Dagsetn:
24/05/2020
Tími:
14:00 - 15:00
Viðburður Categories:
,

Staðsetning

Grundarstígur 10
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904