Hleð Viðburðir

Jólalögin, heita súkkulaðið og allir sultuslakir.

Þráinn Árni Baldvinsson, tónlistarkennari og gítarleikari í hljómsveitinni Skálmöld ætlar að halda í jólahefðina og mætir í Hannesarholt sunnudaginn 6. desember með jólahugvekju og söng.

Hannesarholt hlúir að sönghefðinni með því að bjóða uppá Syngjum saman tvisvar í mánuði alla jafna. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum sem greiða 1000 króna aðgangseyri. Textar á tjaldi svo allir geta tekið undir. Streymt verður frá stundinni til að þeir sem ekki eiga heimangengt geti líka tekið þátt.

Hannesarholt er opið frá 11:30-17 og eldhúsið er opið á sunnudögum til 14.30.

Upplýsingar

Dagsetn:
06/12/2020
Tími:
14:00 - 15:00
Verð:
$1000
Viðburður Category:

Staðsetning

Hjóðberg
Grundarstíg 10
Reykjavik, Reykjavík 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904
View Staðsetning Website