Hleð Viðburðir

Jólalögin, heita súkkulaðið og allir sultuslakir.

Þráinn Árni Baldvinsson, tónlistarkennari og gítarleikari í hljómsveitinni Skálmöld ætlar að halda í jólahefðina og mætir í Hannesarholt sunnudaginn 6. desember með jólahugvekju og söng.

Hannesarholt hlúir að sönghefðinni með því að bjóða uppá Syngjum saman tvisvar í mánuði alla jafna. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum sem greiða 1000 króna aðgangseyri. Textar á tjaldi svo allir geta tekið undir. Streymt verður frá stundinni til að þeir sem ekki eiga heimangengt geti líka tekið þátt.

Hannesarholt er opið frá 11:30-17 og eldhúsið er opið á sunnudögum til 14.30.

Miðar

The numbers below include tickets for this event already in your cart. Clicking "Get Tickets" will allow you to edit any existing attendee information as well as change ticket quantities.
Miðar are not yet available