Hleð Viðburðir

Hannesarholt hlúir að innsta kjarna íslenskrar menningar, sönghefðinni, og býður uppá samsöng fyrir alla, unga sem aldna, íslendinga sem aðflutta, undir stjórn kunnáttufólks, eins og við höfum gert síðastliðin átta ár, þar sem textar birtast á tjaldi og allir taka undir. Gestir eru nú velkomnir að taka þátt á staðnum, en einnig verður streymt er frá stundinni á fésbókarsíðu Hannesarholts. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum, sem greiða 1000 króna aðgangseyri.

Hjónin Valgerður Jónsdóttir, tónmenntakennari og söngkona og Þórður Sævarsson, gítarleikari, hafa unnið saman í tónlistinni frá unglingsaldri, gefið út eigið efni og komið fram á ótal tónleikum og viðburðum á Íslandi, í Danmörku og fleiri löndum.Síðastliðin tvö ár hafa þau starfað undir nafninu Travel Tunes Iceland við að kynna íslensk þjóðlög fyrir ferðafólki. Valgerður hefur stjórnað fjölda söngstunda fyrir börn og fullorðna og stýrir m.a. þremur kórum á Akranesi, þar sem hún og Þórður eru búsett. Þau hjónin reka þar fyrirtæki sitt, afþreyingarsetrið Smiðjuloftið.
Streymið er hægt nýta áfram, þar sem það er vistað á fésbókarsíðu Hannesarholts, og fólk getur sungið með heima hjá sér. Veitingastofur Hannesarholts eru opnar alla daga nema mánudaga frá 11.30 ö 17.  Helgardögurður er framreiddur til kl.14.30.

Frekari upplýsingar má finna á tónlistarsíðu Valgerðar: https://www.facebook.com/musicalavala

Síðast en ekki síst var vann Valgerður fyrstu verðlaun í Lagakeppni Hannesarholts síðastliðið haust með lag við ljóð Hannesar Hafstein Áraskiptin 1901-2. https://www.youtube.com/watch?v=j3nFOdwQi78

Upplýsingar

Dagsetn:
11/04/2021
Tími:
14:00 - 15:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Hjóðberg
Grundarstíg 10
Reykjavik, Reykjavík 101 Iceland
Phone
5111904
View Staðsetning Website