Hleð Viðburðir

Syngjum saman verður leitt af félögum úr Domus Vox, sönghúsi Margrétar Pálmadóttur, laugardaginn 25.nóvember kl.14. Sönglífið í Domus Vox er borið uppi af söngkonum á öllum aldri, frá blautu barnsbeini til fullorðinsára.Hópurinn sem leiðir sönginn að þessu sinni samanstendur af yngstu félögum Stúlknakórs Reykjavíkur, nemum úr Syngjandi forskóla söngskólans Domus vox. Lagavalið er fjölbreytt og kórinn leiðir gesti í samsöng og keðjusöng.

Syngjum saman í Hannesarholti veturinn 2023-2024 er tileinkað Marinellu Ragnheiði Haraldsdóttur, sem var fædd 1933 og hefði því orðið níræð 14.september 2023. Hannesarholt er til vegna hennar og hún mætti á alla Syngjum saman viðburði með mér þar til heimsfaraldurinn truflaði taktinn. Um leið og við minnumst hennar og heiðrum, viljum við taka hana okkur til fyrirmyndar. Söngurinn fylgdi henni ævina út, þar til hún lést 11.júlí síðastliðinn. Marinella var söngfélagi hjá Margréti Pálmadóttur, fyrst í Kvennakór Reykjavíkur og síðar í Cantabile, auk þess sem hún söng með kór eldri borgara í Hafnarfirði, Gaflarakórnum.

Frítt er inná Syngjum saman í minningu hennar í vetur, textar á tjaldi og allir geta sungið með. Allar kynslóðir velkomnar.

Veitingastaðurinn í Hannesarholti er opinn frá 11:30-16:00 alla daga nema sunnudaga og mánudaga.