Syngjum saman með Benna Sig og Sveini Arnari
25. janúar @ 14:00 - 15:00
Benni Sig (Benedikt Sigurðsson) og Sveinn Arnar Sæmundsson stýra Syngjum saman í Hannesarholti laugardaginn 25.janúar 2025 kl.14. Benni hefur m.a stýrt skemmtanahaldi í Skíðaskálanum í Hveradölum sl. 3-4 ár við góðan orðstýr og stýrir samsöng í hverri víku bæði í Garðabæ, HFJ og víðar. Sveinn Arnar er organisti í Víðistaðakirkju og er í alls kyns verkefnum tengt tónlist.
Textar á tjaldi og allir syngja með. Allar kynslóðir velkomnar. Streymt verður frá söngstundinni á fésbókarsíðu Hannesarholts.
Öll velkomin, ókeypis aðgangur.