Syngjum Saman með Ísold Wilberg og Jóni Ingimundarsyni
4. maí @ 14:00 - 15:00
Syngjum saman í Hannesarholti laugardaginnn 4.maí kl.14 er stýrt af Ísold Wilberg og Jóni Ingimundarsyni. Ísold hefur áður stýrt samsöng í Hannesarholti, en hún er er lærð í jass-söng frá Tónlistarskóla FÍH, stundaði nám í Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn. Ísold gefur út sína eigin tónlist undir nafninu “Ísold” á Spotify, en margir kannast við hana úr Söngvakeppni Sjónvarpsins 2022, þar sem hún og bróðir hennar, Már Gunnarsson, lentu í þriðja sæti með lag sitt “Don’t you know” undir dúettaheitinu Amarosis.
Syngjum saman í Hannesarholti veturinn 2023-2024 er tileinkað Marinellu Ragnheiði Haraldsdóttur, sem var fædd 1933 og hefði því orðið níræð 14.september 2023. Hannesarholt er til vegna hennar og hún mætti á alla Syngjum saman viðburði með dóttur sinni þar til að heimsfaraldurinn truflaði taktinn. Um leið og við minnumst hennar og heiðrum viljum við taka hana okkur til fyrirmyndar. Söngurinn fylgdi henni ævina út, en hún lést 11.júlí síðastliðinn 2023. Frítt er inná Syngjum saman í Hannesarholti í hennar minningu.
Textar á tjaldi svo allir geta sungið með. Allar kynslóðir velkomnar.