Hleð Viðburðir

Hannesarholt hefur hlúð að söngarfi þjóðarinnar frá stofnun fyrir átta árum, með fjöldasöngstundum annan hvern sunnudag. Textar á tjaldi og allir taka undir. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum sem greiða 1000 króna aðgangseyri.
Söngstund sunnudagsins 2.maí er stjórnað af Uppsiglingu, félagi fólks á suðurnesjum sem alla jafna kemur saman í Skátaheimilinu í Keflavík til að syngja sér til ánægju við undirleik gítars, mandólíns, bassa og fleiri hljóðfæra. Uppsigling hefur starfað frá 1995 og átti forvera í söng-og skemmtifélaginu Samstillingu, sem starfaði á árum áður í Hljómskálanum í Reykjavík. Söngfélagar hafa sérstaka ánægju af að halda lífi í gömlum lögum og textum sem heyrast sjaldan núorðið.

Hannesarholt er opið frá 11.30-17 á sunnudögum og eru gestir velkomnir í sönginn. Einnig verður streymt frá söngstundinni.