Hleð Viðburðir
Ingólfur Steinsson kynnir plötu sína, Bernskubrek, á tónleikum í Hannesarholti, klukkan 20 föstudaginn 18. júní næstkomandi. Lögin á plötunni fjalla um æskuárin á Seyðisfirði þar sem Ingólfur fæddist og ólst upp. Horft er til sjötta og sjöunda áratugarins og uppvaxtarárin skoðuð með augum hins fullorðna. Einnig er reynt að ganga inn í hugarheim æskunnar og lýsa henni með augum barnsins. Flest eiga lögin rætur í þjóðlögum og þjóðlagarokki.
Ingólfur hefur gefið út nokkra diska með eigin efni en á árum áður var hann meðlimur í hljómsveitinni Þokkabót.

Upplýsingar

Dagsetn:
18/06/2021
Tími:
20:00 - 21:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Hjóðberg
Grundarstíg 10
Reykjavik, Reykjavík 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904
View Staðsetning Website