Virginia Woolf – færist niður í veitingastofur Hannesarholts
22/03/2018 @ 17:00
Vegna áskoranna – og í tilefni af því að fjórar bækur eftir Virginiu Woolf eru nú komnar út á íslensku – heldur Soffía Auður Birgisdóttir fyrirlestur um ævi og verk skáldkonunnar. Fyrirlesturinn fer fram í veitingastofum Hannesarholts á 1.hæð og hefst kl. 17. Á fimmtudögum er jafnan gleðistund (happy hour) frá 17-19 og lifandi tónlist frá 18.30-20. Eldhúsið opið fram á kvöld. Kl. 20 fer fram leiklestur á Hvað er í blýhólknum? eftir Svövu Jakobsdóttur í sal Hannesarholts, Hljóðbergi. Það er því tilvalið að njóta bæði bókmennta og málsverðar í Hannesarholti þennan eftirmiðdag og kvöld.