Friður og réttlæti

Stuðla að friðsælum og sjálfbærum samfélögum fyrir alla menn, tryggja öllum jafnan aðgang að réttarkerfi og byggja upp skilvirkar og ábyrgar stofnanir fyrir alla menn á öllum sviðum

Helstu áskoranir

Berjast gegn skipulagðri brotastarfsemi

Draga úr hvers kyns ofbeldisbrotum

Efla traust á stjórnmál og stjórnsýslu og réttarvörslukerfið

Friður og réttlæti

Stuðla að friðsælum og sjálfbærum samfélögum fyrir alla menn, tryggja öllum jafnan aðgang að réttarkerfi og byggja upp skilvirkar og ábyrgar stofnanir fyrir alla menn á öllum sviðum

Helstu áskoranir

Berjast gegn skipulagðri brotastarfsemi

Draga úr hvers kyns ofbeldisbrotum

Efla traust á stjórnmál og stjórnsýslu og réttarvörslukerfið

Hvað getum við gert?

  • Styðjið hjálparsamtök sem hjálpa fólki í stríðshrjáðum löndum.
  • Nýtið kosningaréttinn.
  • Gangið úr skugga um að vörurnar sem þið verslið styðja ekki stríðsrekstur.

Það sem Sameinuðu Þjóðirnar setja fram:

  • Dregið verði verulega úr hvers kyns ofbeldi og dauðsföllum sem rekja má til þess.

  • Tekið verði fyrir misnotkun, misneytingu, mansal og hvers kyns ofbeldi gegn börnum og pyntingar verði upprættar.

  • Réttarríkið verði eflt á landsvísu og á alþjóðlegum vettvangi og tryggt verði jafnt aðgengi allra að réttarkerfinu.

  • Eigi síðar en árið 2030 mun ólöglegt flæði fjármagns og vopna hafa snarminnkað, stolnar eignir verði endurheimtar í stórum stíl og barátta háð gegn hvers kyns skipulagðri glæpastarfsemi.

  • Dregið verði verulega úr hvers kyns spillingu og mútum.

  • Byggðar verði upp skilvirkar og ábyrgar stofnanir á öllum sviðum sem hafa gagnsæi að leiðarljósi.

  • Teknar verði ákvarðanir á öllum sviðum þar sem brugðist er við aðstæðum og víðtæk þátttaka tryggð

  • Þróunarlöndum verði veitt aukin aðild að alþjóðlegum stjórnarstofnunum.

  • Öllum verði útveguð lögleg skilríki, þ.m.t. fæðingarvottorð, eigi síðar en árið 2030.

  • Almenningur hafi aðgengi að upplýsingum og grundvallarréttindi verði tryggð í samræmi við landslöggjöf og alþjóðasamninga.

  • Tilteknar innlendar stofnanir verði styrktar, meðal annars með alþjóðlegri samvinnu, í því skyni að efla þær, einkum í þróunarlöndunum, til að koma í veg fyrir ofbeldi og berjast gegn hryðjuverkum og glæpastarfsemi.

  • Lög og stefnumál á sviði sjálfbærrar þróunar, sem mismuna engum, verði efld og þeim framfylgt.

Það sem stjórnvöld ætla sér:

  • Markmiðið er að Ísland verði í fremstu röð í baráttunni gegn hvers kyns kynbundnu ofbeldi. Til að svo verði þarf að huga sérstaklega að hópum sem eru í viðkvæmri stöðu og þar af leiðandi berskjaldaðri fyrir ofbeldi, svo sem fatlað fólk.

  • Áherslur stjórnvalda í aðgerðum gegn mansali og annars konar hagnýtingu voru birtar í mars 2019. Um er að ræða tíu aðgerðir sem snúa að fjórum þáttum; 1) forvörnum, 2) aðstoð, stuðning og vernd, 3) rannsókn og saksókn og 4) samstarfi og samráði. Unnið er að eftirfylgni með áhersluskjalinu og mun dómsmálaráðherra skipa samráðshóp sem verður í senn ætlaður til eftirfylgni með aðgerðum stjórnvalda gegn mansali.

  • Verkefni á vegum Embættis landslæknis sem felst í að efla aðgengi að fræðsluefni um foreldrafærni inni á heilsuveru.is þar sem markmiðið er að draga úr líkum á ofbeldi gegn börnum

  • Stuðningur við starfsemi Barnahúss svo tryggja megi hraðari málsmeðferð og fullnægjandi stuðning við börn sem orðið hafa fyrir ofbeldi og fjölskyldur þeirra á tímum COVID-19 heimsfaraldursins. Um var að ræða a) tímabundið viðbótarstöðugildi í Barnahúsi til þess að draga úr biðlistum, b) endurskoðun vinnuferla, c) kaup á spjaldtölvum fyrir starfsmenn til að auðvelda skráningu viðtala við börn og d) áhersla á hópmeðferð fyrir ungmenni í þeim tilgangi að hraða bata.

  • Tilraunaverkefni um að efla samvinnu sýslumanns, lögreglu, félagsþjónustu og barnaverndar þegar kemur að vinnslu fjölskyldumála og málefnum barna. Markmið verkefnisins er að samþætta þjónustu ríkis og sveitarfélaga þegar kemur að vinnslu fjölskyldumála og málefnum barna hjá sýslumönnum, lögreglu, félagsþjónustu og barnavernd sveitarfélaga, með sérstaka áherslu á börn sem búa við heimilisofbeldi, vanrækslu eða glíma við aðrar óviðunandi félagslegar aðstæður. Verkefnið er unnið í Vestmannaeyjum undir forystu sýslumannsins í Vestmannaeyjum.

  • Aðgerðir gegn stafrænu kynferðisofbeldi gegn börnum. Um er að ræða a) aldursmiðaða fræðslu og forvarnir, b) úrbætur innan réttargæslukerfisins og c) að aðstoð við brotaþola verði komið í skýran farveg.

  • Stuðningur við börn í viðkvæmri stöðu til að draga úr líkum á ofbeldisbrotum þeirra. Ríkislögreglustjóri mun vinna að verkefnum í samvinnu við lögregluembættin og hlutaðeigandi stofnanir og félög í samræmi við lögreglulög sem fela meðal annars í sér að a) mótaðar verði reglur fyrir lögregluna á landsvísu, b) upplýsingum um nýjar verklagsreglur og lagabreytingar verði miðlað innan löggæslunnar og c) þjálfun starfsmanna.

  • Ríkislögreglustjóra hefur verið falið að efla sérstaklega samstarf og samvinnu innan lögreglu með því að samnýta mannafla og búnað lögreglu og auka skilvirkni innan lögreglunnar í því skyni að vinna markvissar að aðgerðum gegn skipulagðri brotastarfsemi, meðal annars í formi sameiginlegra aðgerða- og rannsóknahópa.