Hljómsveitin Amiina hélt stofutónleika á Grundarstíg 10 í maímánuði 2009 í tengslum við Listahátíð. Myndbandið hér að neðan var tekið á þeirra vegum og sýnir vel hvernig umhorfs var í þessu skemmtilega húsi á meðan lagfæringar voru ekki hafnar.