Páll Valsson með Vigdísi Laugardagsmorguninn 28. nóvember s.l. kom góður gestur í Hannesarholt. Páll Valsson, íslenskufræðingur og rithöfundur, kom og las upp úr nýju bókinni sinni, ævisögunni Vigdís – Kona verður forseti. Tilefnið var morgunkaffi á vegum styrktarfélagsins Göngum saman.

Þetta var afskaplega notaleg stund enda Páll afburða góður lesari og gestir í morgunkaffinu tóku virkan þátt með fyrirspurnum og spurningum sem Páll reyndi að svara eftir bestu getu. Og þó að Vigdís hafi ekki getað verið sjálf á staðnum fengum við svo sannarlega forsmekkinn að þessari forvitnilegu bók.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir úr morgunkaffinu – smellið á þær til að fá þær stærri.

Páll Valsson í Hannesarholti Gestir í Hannesarholti hlusta á Pál Valsson
Páll Valsson les upp úr bók sinni: Vigdís - Kona verður forseti Ragnhildur Vigfúsdóttir segir frá kynnum sínum af Vigdísi
Gestir í Hannesarholti Gestir í Hannesarholti