Fyrirhugðaðar framkvæmdir utanhúss munu frestast um óákveðinn tíma þar sem Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála felldi þann úrskurð 8. febrúar 2010 að felld yrði úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 21. júlí 2009, sem staðfest var í borgarráði 6. ágúst 2009, um að veita leyfi til að byggja við og hækka þak hússins að Grundarstíg 10 í Reykjavík og breyta notkun þess. Einungis verður gengið tryggilega frá því sem þegar var byrjað að framkvæma bak við húsið og eins frá lóð og lóðarmörkum við næsta hús.

Dómurinn kallar eftir deiliskipulagi? Framundan er vinna Reykjavíkurborgar við deiliskipulag reitsins sem Grundarstígur 10 stendur á og við aðstandendur Hannesarholts vonumst til að væntanlegt deiliskipulag geri stofnuninni kleift að ljúka fyrirætlununum sínum og lagfæringum svo hefja megi rekstur hennar. Á meðan verður nauðsynlegu og tímabæru viðhaldi sinnt og áfram unnið að skipulagningu og markmiðum stofnunarinnar.