Í gær hófust loks framkvæmdir innandyra í húsinu að Grundarstíg 10 og mátti sjá verklega iðnaðarmenn á ferli inn og út úr húsinu. Það verður því lítið um fróðlegar uppákomur og viðburði í bráð en það stendur vonandi til bóta síðar.
Það er tilhlökkunarefni að fá að sjá húsið lagfært og endurnýjað eins og það á skilið.