Nú geta gestir vefsins okkar “gætt sér á” ýmis konar sögulegum fróðleik sem fenginn er úr Greinasafni Mbl. og tengist Hannesi Hafstein, samtíðarmönnum hans og atburðum sem gerðust í kringum aldamótin 1900. Búið er að gefa nokkrum fjölda greina efnisorð (keyword) til að aðgreina þær frá öðrum og þannig hægt að heimsækja eftirfarandi síðu Fróðleikur – Orðaský. Einnig er hægt að skoða allar greinar sem búið er að safna saman í nokkurs konar gagnasafn Hannesarholts á eftirfarandi slóð:

http://www.diigo.com/user/hannesarholt

Hér á vissulega eftir að bæta mörgu í sarpinn en það er áhugavert að efnistaka á þennan hátt margvíslegan fróðleik sem þegar er til en gæti vissulega verið enn aðgengilegri. Þetta er tilraun til þess.